1

Skoða

Finndu bíl sem hentar þínum þörfum, hvort sem það er langtímaleiga eða vetrarleiga.

2

Bóka

Bókaðu bíl á vefnum með nokkrum smellum, einfalt og þægilegt ferli sem tekur stutta stund.

3

Undirrita

Ef umsækjandi uppfyllir skilyrði um lánshæfi er samningur gerður og undirritaður rafrænt.

4

Sækja

Þú mætir á umsömdum tíma í Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík og færð nýja bílinn þinn afhentan.

Algengar spurningar

Langtímaleigu og vetrarleigubíla er hægt að sækja í Skógarhlíð 16 í Reykjavík eða Fuglavík 43 í Reykjanesbæ.

Leigjandinn ber ábyrgð á bílnum og ræður hver má keyra hann. Allir sem hann velur geta keyrt bílinn, svo lengi sem þeir eru með gilt ökuskírteini.

Dekkja- og smurþjónusta fer fram á starfsstöð okkar í Skógarhlíð 16 í Reykjavík. Hægt er að bóka tíma hér: Panta tíma

Ef bifreiðin er staðsett utan höfuðborgarsvæðisins, vinsamlegast hafið samband og við finnum lausn saman.

Vetrarleiga á bíl er í boði frá september til loka maí. Hægt er að hefja leigutímann hvenær sem er á þessu tímabili og skila bílnum þegar hentar, svo lengi sem lágmarkstími leigu eru þrír mánuðir og skil gerast í síðasta lagi í lok maí.

Langtímaleiga er 12 mánuðir eða lengur og hentar þeim sem vilja hafa bíl til afnota allt árið. Vetrarleiga er hins vegar styttri leiga á tímabilinu 1. september til 31. maí, í 3 til 9 mánuði, sem hentar vel fyrir þá sem þurfa bíl yfir vetrartímann, til dæmis námsmenn, einstaklinga í tímabundinni vinnu eða heimili sem þurfa auka bíl yfir veturinn.

Allir bílar okkar eru tryggðir hjá Verði tryggingafélagi, sem tryggir áreiðanlegt og öruggt tryggingaverndarkerfi fyrir alla viðskiptavini okkar.

a man wearing a black go hoodie talks to a woman

Langtímaleiga og Vetrarleiga

Langtímaleiga og vetrarleiga er frábær kostur fyrir alla sem vilja keyra á nýlegum og traustum bíl án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi, tryggingum eða skuldbindingum. Þú færð fast mánaðargjald, góða þjónustu og bíl sem hentar þínum þörfum, hvort sem þú þarft hann í nokkra mánuði eða út veturinn. Þetta er sveigjanleg og einföld lausn sem hentar jafnt einstaklingum í daglegu lífi sem og fyrirtækjum sem þurfa áreiðanlega bíla fyrir starfsfólk eða verkefni.

Skoðaðu úrvalið og veldu langtímaleigu eða vetrarleigu sem hentar þér.