Verð fyrir sendibílaleigu

Go Leiga býður upp á einn sendibíl til leigu, nýlegan og vel búinn Renault Master. Farangursrýmið er 10,0 m³, með 3,35 metra lengd, 1,65 metra breidd og 1,80 metra hæð. Þetta er rúmgóður og þægilegur sendibíll sem hentar fullkomlega fyrir flutninga. Í leigunni eru 50 til 150 km innifaldir, eftir lengd leigutímans, og við innheimtum 20 kr. fyrir hvern umfram kílómetra.

Lengd leigu4 tímar6 tímar12 tímar24 tímar
Innifaldir km50 km100 km125 km150 km
Verð11.490 kr.13.990 kr.17.990 kr.21.490 kr.

Hvar er hægt að sækja sendibílinn?

Við erum staðsett í hjarta Reykjavíkur að Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík, við hliðina á slökkviliðsstöðinni og skammt frá Perlunni.

Tryggingar

Hér má sjá tryggingar sem Go Leiga býður fyrir sendibílaleigu. Grunntrygging fylgir hverri leigu með sjálfsábyrgð upp á 399.900 kr. fyrir hvert tjón og 99.900 kr. fyrir framrúðutjón. Fyrir 2.490 kr. á dag má lækka sjálfsábyrgðina í 99.900 kr. fyrir hvert tjón og 34.900 kr. fyrir framrúðutjón.

TryggingarGrunnSilfur
Verð á dagInnifalið2.490 kr.
Kaskótjón - Sjálfsábyrgð399.900 kr.99.900 kr.
Framrúðutjón - Sjálfsábyrgð99.900 kr.34.900 kr.

Vörður Tryggingar

Bílaleigan Go ehf. / Go Leiga starfar sem dreifingaraðili fyrir Vátryggingafélagið Vörður.

Bóka sendibíl

Upplýsingar um leigu
dd
mm
yyyy
Upplýsingar um leigjanda
Athugasemdir