Verð fyrir sendibílaleigu
Go Leiga býður upp á einn sendibíl til leigu, nýlegan og vel búinn Renault Master. Farangursrýmið er 10,0 m³, með 3,35 metra lengd, 1,65 metra breidd og 1,80 metra hæð. Þetta er rúmgóður og þægilegur sendibíll sem hentar fullkomlega fyrir flutninga. Í leigunni eru 50 til 150 km innifaldir, eftir lengd leigutímans, og við innheimtum 20 kr. fyrir hvern umfram kílómetra.
| Lengd leigu | 4 tímar | 6 tímar | 12 tímar | 24 tímar |
| Innifaldir km | 50 km | 100 km | 125 km | 150 km |
| Verð | 11.490 kr. | 13.990 kr. | 17.990 kr. | 21.490 kr. |
Hvar er hægt að sækja sendibílinn?
Við erum staðsett í hjarta Reykjavíkur að Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík, við hliðina á slökkviliðsstöðinni og skammt frá Perlunni.
Tryggingar
Hér má sjá tryggingar sem Go Leiga býður fyrir sendibílaleigu. Grunntrygging fylgir hverri leigu með sjálfsábyrgð upp á 399.900 kr. fyrir hvert tjón og 99.900 kr. fyrir framrúðutjón. Fyrir 2.490 kr. á dag má lækka sjálfsábyrgðina í 99.900 kr. fyrir hvert tjón og 34.900 kr. fyrir framrúðutjón.
| Tryggingar | Grunn | Silfur |
| Verð á dag | Innifalið | 2.490 kr. |
| Kaskótjón - Sjálfsábyrgð | 399.900 kr. | 99.900 kr. |
| Framrúðutjón - Sjálfsábyrgð | 99.900 kr. | 34.900 kr. |

Vörður Tryggingar
Bílaleigan Go ehf. / Go Leiga starfar sem dreifingaraðili fyrir Vátryggingafélagið Vörður.
