
Go Leiga viðurkennd sem Fyrirmyndarfyrirtæki 2025
Go Leiga hefur verið valið sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2025 af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Þetta er þriðja árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu, en Go Leiga var einnig á lista Fyrirmyndarfyrirtækja árin 2023 og 2024.
Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem sýna fram á sterkan og ábyrgan rekstur, stöðugleika og heilbrigðan fjárhag. Greint er ítarlega frá lykiltölum og samanburði við aðrar atvinnugreinar, sem gerir árangurinn enn merkilegri. Aðeins um 2,6% íslenskra fyrirtækja uppfylla þau ströngu viðmið sem þarf til að hljóta þessa viðurkenningu.
Go Leiga hefur á undanförnum árum þróast í takt við ört vaxandi eftirspurn eftir einföldum, sveigjanlegum og áreiðanlegum bílaleiguþjónustum. Fókus fyrirtækisins á gagnsæi, þjónustulund og traustan rekstur hefur skilað sér í sterkri stöðu á markaðnum.
Að vera viðurkennt sem Fyrirmyndarfyrirtæki þrjú ár í röð er staðfesting á því að Go Leiga stendur á traustum grunni – bæði fjárhagslega og faglega – og heldur áfram að byggja upp rekstur þar sem traust og gæði eru í forgrunni.
Listinn
Listinn yfir Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 er hægt að sjá á vef Keldunnar og í Viðskiptablaðinu.
