Spurt og Svarað
Samningurinn
Innifalið í langtímaleigu hjá Go eru bifreiðagjöld, ábyrgðartrygging og kaskótrygging. Venjubundið viðhald bílsins, þar á meðal reglubundnar þjónustuskoðanir, smurþjónusta og skipti á þurrkublöðum og ljósaperum. Bíllinn er á heilsársdekkjum.
Hægt er að velja leigutíma í langtímaleigu frá 3 mánuðum og allt að 36 mánuðum, en fyrir rafbíla er einnig í boði að gera samninga til allt að 48 mánaða. Flestir velja samninga til 12, 24 eða 36 mánaða. Einnig bjóðum við upp á vetrarleigu sem stendur frá 1. september til 31. maí. Leigutími yfir vetrartímann getur verið frá þremur mánuðum og allt að níu mánuðum, ef leigan hefst snemma hausts.
Vetraleiga er í boði frá september til lok maí ár hvert. Hægt er að hefja leigutímann hvenær sem er á þessu tímabili og skila bílnum þegar hentar, svo lengi sem lágmarkstími leigu eru þrír mánuðir og skil gerast í síðasta lagi í lok maí. Vetrarleiga má mest vera 9 mánuðir.
Hægt er að sækja og skila bílnum bæði í Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík eða í Fuglavík 43, 230 Reykjanesbæ
Lágmarksaldur er 20 ár og leigutaki þarf að hafa haft ökuskírteini í að minnsta kosti eitt ár. Hins vegar eru undantekningar með suma bíla sem við bjóðum upp á, þar sem 18 ára einstaklingar geta einnig leigt ákveðna bíla. Best er að hafa samband um fleiri upplýsingar.
Við upphaf leigu þarf að framvísa gildu ökuskírteini, og leigutaki þarf að hafa haft ökuskírteini í að minnsta kosti eitt ár og vera orðinn 20 ára. Einnig þarf að sýna kreditkort leigutaka sem er í gildi þegar leiga hefst.
Afhendingar á bílum fara bæði fram í Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík og í Fuglavík 43, 230 Reykjavík.
Ef aðstæður breytast hjá leigutaka og þörf er á öðrum bíl, breytingu á samningi eða riftun hans, reynum við alltaf að koma til móts við slíkar óskir eftir fremsta megni. Í sumum tilfellum getur þó fylgt kostnaður með slíkum breytingum.
Leigutaki er ábyrgur fyrir bílnum og má gefa hverjum sem er leyfi til að keyra, svo lengi sem viðkomandi hefur gilt ökuskírteini.
Ef fyrirséð er að innifaldir kílómetrar dugi ekki fyrir allan leigutímann, er hægt að bæta við kílómetrum með því að hafa samband við okkur. Þá förum við yfir málið saman og aðlögum verðið að auknum akstri. Einnig er hægt að halda einfaldlega áfram að keyra og gera upp umframaksturinn við skil á bílnum.
Það kostar á bilinu 16 til 32 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra umfram valinn kílómetrafjölda, eftir því hvaða bíl er um að ræða.
Leigusali flytur sjálfur inn dekk frá viðurkenndum framleiðendum. Hvaða framleiðendur það eru getur verið mismunandi milli dekkjatímabila. Því er ekki hægt að verða við óskum leigutaka um ákveðin vörumerki umfram önnur.
Bílnum skal skilað hreinum í lok samnings, annað hvort á Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík eða Fuglavík 43, 230 Reykjanesbæ. Ef bíllinn er mjög óhreinn áskilur Go Leiga sér rétt til að þrífa hann á kostnað leigutaka. Starfsmaður fer yfir ástand bílsins við skil í samvinnu við leigutaka/ökumann. Vakin er athygli á því að bílnum skal skilað með fullum eldsneytistanki.
Greiðslur
Verðið fer eftir bíltegund, leigutíma og valkostum leigutaka. Þú getur skoðað úrval langtíma- og vetrarleigu ásamt verðupplýsingum á síðunni okkar.
Greiðslur eru yfirleitt sendar sem mánaðarlegir reikningar, nema annað sé sérstaklega samið. Einnig er hægt að skuldfæra greiðslur beint af kreditkorti ef þess er óskað. Við upphaf leigu er ekki innheimt tryggingarfé. Við undirbúning leigusamnings leitar Go Leiga upplýsinga um leigutaka hjá Creditinfo.
Reikningsviðskipti eru í boði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Fyrirtæki geta þó einnig beðið um kreditkorta viðskipti.
Í ársbyrjun 2024 var tekið upp kílómetragjald fyrir rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbíla. Greitt er mánaðarlega og miðast gjaldið við fjölda ekinna kílómetra samkvæmt upplýsingum sem umráðamenn skrá inn, svipað og gjöld frá veitu- og orkufyrirtækjum. Hægt er að skrá kílómetrastöðu hér.
Gjaldið er 6 krónur á hvern ekinn kílómetra fyrir rafmagns- og vetnisbíla. Fyrir tengiltvinnbíla er gjaldið lægra, eða 2 krónur á hvern ekinn kílómetra.
Komi til breytinga á lögum um kílómetragjald, munu þær breytingar taka gildi fyrir alla virka samninga, í samræmi við ákvæði leiguskilmála.
Ef sekt er gefin fyrir umferðabrot eða bílastæðagjald á meðan á leigutímanum stendur, skráist hún á okkur sem eigendur bílsins. Við höfum þá samband við leigutakann, tilkynnum um sektina og sendum reikninginn áfram til greiðslu.
Tryggingar
Allir bílar í vetrar- og langtímaleigu hjá Go Leigu eru tryggðir hjá tryggingafélaginu Vörður. Í leigunni eru bæði ábyrgðartrygging og kaskótrygging innifaldar.
Innifalið í leigugjaldi er lögboðin ökutækjatrygging sem innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila og hins vegar slysatryggingu ökumanns og farþega. Auk þess er kaskótrygging með tilgreindri eigin áhættu innifalin.
Já, við bjóðum þrjár mismunandi útfærslur af tryggingavernd. Grunnvernd er sjálfkrafa innifalin í mánaðargjaldinu ef önnur leið er ekki valin. Með fastri mánaðarlegri greiðslu getur þú lækkað sjálfsábyrgð kaskótryggingar enn frekar. Upphæð sjálfsábyrgða geta verið mismunandi eftir bíltegund.
Tjón og óhöpp
Best er að hafa samband við Langtímaleigudeildina og tilkynna um bilunina. Í framhaldi gerum við viðeignadi ráðstafanir. Við kappkostum að veita sem besta þjónustu hverju sinni og leysa öll mál bæði hratt og vel.
Undir venjulegum kringumstæðum setur ökumaður sjálfur varadekkið undir bílinn og kemur svo með bílinn á þjónustustöð Skógarhlíð 16 í Reykjavík. Þar er metið hvort hægt er að gera við dekkið eða setja þurfi nýtt dekk undir. Leigutaki ber sjálfur kostnað af skemmdu dekki og kostnaði sem af hlýst (nema ljóst sé að dekkið sé sprungið vegna slits).
Já, taki þjónustan lengri tíma en tvær klukkustundir fær leigutaki bifreið til afnota á meðan langtímaleigubíllinn er á verkstæði. Þegar lánsbíl er skilað skal ávallt skila honum með fullum tank.
Ef svo óheppilega vill til að þú lendir í tjóni þarf að fylla út tjónaskýrslu sem er að finna í hanskahólfi bílsins og skila inn undirrituðu eintaki á næstu útleigustöð okkar. Best er að skila inn upplýsingum um óhapp í tölvupósti og flýta þannig fyrir allri úrvinnslu.
Þjónusta
Ef þjónusta við bílinn þinn tekur lengri tíma en tvær klukkustundir færð þú lánaðan bíl á meðan án endurgjalds. Þegar lánsbíl er skilað skal ávallt skila bílnum með fullum tank af eldsneyti.
Dekkja- og smurþjónusta fer fram á þjónustumiðstöð okkar í Skógarhlíð 16. Sé bifreiðin staðsett utan höfuðborgarsvæðisins vinsamlegast hafið þá samband.
Tímapantanir í dekkjaskipti og smurþjónustu fara fram á Noona.is
Rúðuvökvi, Adblue og eldsneyti er ekki innifalið í vetra- eða langtímaleigu.
Ef sekt er gefin fyrir umferðabrot eða bílastæðagjald á meðan á leigutímanum stendur, skráist hún á okkur sem eigendur bílsins. Við höfum þá samband við leigutakann, tilkynnum um sektina og sendum reikninginn áfram til greiðslu.
Aukabúnaður
Já, það er leyfilegt að setja t.d. skíðaboga, hjólafestingar og farangursbox á bílinn. Leigutaki ber þó fulla ábyrgð á öllum skemmdum eða tjóni sem kann að verða vegna notkunar slíks búnaðar.
Já, heimilt er að láta merkja bílinn samkvæmt óskum leigutaka. Leigutaki sér sjálfur um merkinguna og ber allan kostnað af verkinu. Að leigutíma loknum skal bílnum skilað án merkinga. Leigutaki ber ábyrgð á þeim skemmdum sem kunna að verða vegna merkinga, svo sem glæru- eða lakkskemmdum.
Já það er hægt gegn gjaldi en þó misjafnt eftir flokkum og tegundum. Bílarnir okkar eru alla jafna ekki með dráttarbeisli.